Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1328176526

  Bókfærsla framhald
  BÓKF2FB05
  1
  bókfærsla
  bókfærsla, framhald
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Farið er yfir bókanir sem tengjast innflutningi, tollafgreiðslu og greiðslu virðisaukaskatts í tolli. Farið er í mismunandi reglur um fyrningar eigna, bókun skuldabréfa, hlutabréfa og annarra verðbréfa. Einnig er farið í stofnun og slit fyrirtækja, breytingar á réttarformi og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.
  BÓKF1IB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim lögum sem í gildi eru um toll og virðisaukaskatt
  • lögum um tekju- og eignaskatt einstaklinga
  • helstu innflutningskjölum vegna tollafgreiðslu og virðisaukaskatts
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • færa færslur vegna innflutnings
  • færa færslur vegna verðbréfaviðskipta
  • færa færslur vegna stofnunar og slita fyrirtækja
  • færa færslur vegna launagreiðslna og geta reiknað afdregna staðgreiðslu, tryggingagjald og gjöld í lífeyrissjóð
  • færa færslur sem eru tengdar hlutabréfaeign, arði, gengisbreytingum og jöfnunarhlutabréfum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta stofnað lítið fyrirtæki og fært bókhald fyrir það ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.