Meginhluti áfangans felst í gerð og greiningu ársreikninga. Farið er í lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Áhersla er lögð á uppsetningu rekstrar- og efnahagsreiknings í samræmi við lög um ársreikninga. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Ársreikningar eru túlkaðir með kennitölum. Fengist er við áætlanagerð og frávikagreiningu.
BÓKF2FB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögum um bókhald og ársreikninga
reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga
áritun og skýringum með ársreikningum
hvernig bókhald getur auðveldað áæltanagerð, stjórnun, eftirlit og ákvarðanatöku
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
geta sett upp rekstrar – og efnahagsreikning
geta gert sjóðstreymi með beinni og óbeinni aðferð
geta reiknað út og túlkað kennitölur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta lýst helstu þáttum fjárhagsáætlunar og geta skýrt hana ...sem er metið með... verkefnum og prófum
geta sett upp áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning ...sem er metið með... verkefnum og prófum
gera frávikagreiningar við áætlanagerð ...sem er metið með... verkefnum og prófum
Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.