Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1328267040

    Almenn rekstrarhagfræði
    HAGF3AR05
    1
    hagfræði
    almenn, rekstrarhagfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið yfir helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja. Leitast er við að auka skilning nemenda á viðfangsefnum í rekstri fyrirtækja og veita þjálfun við lausn verkefna. Fjallað er um hagkvæmasta val framleiðsluþátta, framleiðslu- og kostnaðarföll, framlegðarútreikninga og útreikninga á hagkvæmustu framleiðslusamsetningu. Framboð, eftirspurn, nytjaföll, teygni og verðmyndun við mismunandi markaðsform.
    STÆR1XX03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun línurita til að skýra samband tveggja framleiðsluþátta, svo sem véla og manna, skýra samband verðs og magns, samband framleiðslumagns, kostnaðar og tekna við framleiðslu á vörum
    • mikilvægi framboðs og eftirspurnar til að viðhalda jafnvægi í framleiðslu og neyslu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta greint og reiknað fastan og breytilegan kostnað, tekjur, framlegð og rekstrarjafnvægi
    • geta greint á milli einokunar, fákeppni, verðleiðsagnar, einkasölusamkeppni og fullkominnar samkeppni á markaði
    • geta notað línurit til þess að tjá sig um stöðu fyrirtækja á markaði og notað upplýsingatækni við útreikninga og aðra vinnslu
    • geta reiknað út teygnistuðla fyrir verðteygni eftirspurnar, framboðs, tekjuteygni og verðvíxlteygni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta reiknað hagkvæmasta magn og eftir atvikum verð við mismunandi markaðsform ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta notað framlegðaraðferðir til þess að velja hagkvæmustu framleiðslusamsetningu ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta nýtt sér upplýsingatækni við úrvinnslu gagna ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.