Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1328313361

  Menning og venjur
  DANS2MV05
  2
  danska
  menning, venjur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist dýpri og sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Þeir eiga að geta tjáð sig lipurt bæði munnlega og skriflega um þau efni sem tekin eru fyrir. Lesnir eru fjölbreyttir textar og nemendur kynnast mismunandi hlutum dansks samfélags, menningu þess og venjum. Meginmarkmið áfangans er að þjálfa nemendur í að beita þeirri kunnáttu sem þeir áður hafa tileinkað sér til þess að kynna sér fjölbreytt efni tengd dönsku samfélagi og menningu með ýmsum aðferðum. Áhersla er á fréttatengda texta bæði um alþjóðleg mál og innlend. Hlustun er æfð með samtölum og tónlist. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur taki ábyrgð á því að skipuleggja vinnu sína og læri að nýta sér þau hjálpartæki sem í boði eru, td. orðabækur bæði á riti og neti.
  Grunnskólapróf eða áfangi á 1. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta danska menningu
  • orðaforða til markvissrar notkunar, bæði munnlega og skriflega
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls
  • notkun hjálpargagna, meðal annars orðabóka, leiðréttingaforrita auk ýmissa hjálpargagna á netinu
  • danska málkerfinu til markvissar notkunar, bæði skriflega og munnleg
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður sem og algengustu orðasambönd sem einkenna það
  • lesa fjölbreyttar gerðir texta sér til gagns og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð textans eða viðfangsefnisins
  • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • rita margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál svo sem samræður, inntak erinda og annað tiltölulega flókið efni sem hann hefur kynnt sér ...sem er metið með... umræðum
  • tileinka sér innihald ritaðs texta og nýta það á mismunandi hátt ...sem er metið með... lesskilnings og ritunarverkefnum
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra ...sem er metið með... lesskilnings og ritunarverkefnum og umræðum
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta ...sem er metið með... lesskilnings og ritunarverkefnum
  • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
  • skiptast á skoðunum og bregðast við viðmælendum sínum ...sem er metið með... umræðum
  • tjá sig skýrt og lipurlega fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem nemandinn hefur kynnt sér ...sem er metið með... kynningum
  • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín ...sem er metið með... ritunarverkefnum
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... ritunarverkefnum
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni ...sem er metið með... ritunarverkefnum
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... kynningum, jafningjamati og sjálfsmati
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum og jafningjamati
  • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... ritunarverkefnum og sjálfsmati
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.