Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1329050056

    Hönnun og iðnaður
    HÖNS2HI05
    1
    hönnunarsaga
    hönnun, iðnaður
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur um samgöngu- og iðnbyltinguna á 19. öld og hvernig þær breytingar höfðu áhrif á þróun hönnunar í tengslum við listiðnaðarfélög, menntun, fyrirtæki og fjöldaframleiðslu í hinum vestræna heimi. Gerð er grein fyrir helstu tækninýjungum sem urðu í kjölfar þessara breytinga og þeirri aukningu sem varð á framboði á vöru, farartækja og húsnæðis. Lögð er áhersla á þær hönnunarstefnur og stíla sem höfðu hvað mest áhrif á hönnun manngerðs umhverfis. Gerð er grein fyrir helstu atburðum og áhrifavöldum tímabilsins og hvernig það hafði áhrif á stefnur og strauma í hönnun. Lögð er sérstök áhersla á samanburð við Ísland og hvernig atburðir, stefnur og straumar hafa haft áhrif á þróun hönnunar hérlendis. Kynnt eru áhrif endurnýtingar og verndunar umhverfis á hönnun.
    HÖNS1AH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvaða áhrifum samgöngu- og iðnbyltingar hafði á þróun hönnunar
    • helstu hönnuðum, stefnum og straumum tímabilsins
    • hvernig tækninýjungar og samfélagslegir viðburðir hafa á þróun manngerðs umhverfis
    • tengslum íslenskrar og erlendrar hönnunar
    • hvernig stílar í fatnaði, húsgögnum, húsmunum, byggingum o.fl. haldast í hendur
    • hvernig framleiðsla og markaðsgreining hefur áhrif á þróun í hönnun
    • hvaða áhrif hönnun hefur á hið daglega líf okkar
    • mikilvægi endurnýtingar og umhverfisverndar í hönnun framtíðarinnar
    • þekkja starfs-, fyrirtækja- og menntunarumhverfi hönnunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina orsökir, afleiðingar og áhrif sem iðnbyltingin hafði á lifnaðarhætti , manngert umhverfi og hönnun í hinum vestræna heimi og hérlendis
    • skilja mun á frumvinnslu, fullvinnslu og vélvæðingu í iðnaði
    • gera sér grein fyrir tengslum íslenskrar og erlendrar hönnunar á tímabilinu
    • gera sér grein fyrir rannsóknargildi hönnunar þ.e. að skapa þörf og leita lausna
    • skilja að endurnýting og umhverfisvernd er stór þáttur í hönnunarstefnum framtíðarinnar
    • upplifa hönnun með fjölbreyttri upplýsingaöflun og viðtölum við hönnuði og handverksfólk
    • ásamt því að sækja viðburði og sýningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir áhrifum samgöngu- og iðnbyltingarinnar ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • skilja áhrif tækninýjunga og viðburða á þróun hönnunar ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta borið saman mismunandi stefnur og strauma í hönnun ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • sjá samsvörum í stílum á fatnaði, húsgögnum, húsmunum, byggingum o.fl. á tímabilinu ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • skilja hvernig þróun í hönnun helst í hendur við eftirspurn, framleiðslu og markaðsfærni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • sjá að hlutverk hönnunar er að skapa þörf og leita leiða til lausna ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • gera sér grein fyrir að hönnun snýst um rannsóknir á þörfum og lausnum til að gera veröldina sem við lifum í auðveldari og aðgengilegri ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • vera meðvitaðri um mikilvægi endurnýtingar og umhverfisvænnar hönnunar ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Fjölbreytt verkefnavinna (einstaklings- og hópavinna) og lögð áhersla á vandaðan frágang og kynningu verkefna. Ritgerð, viðtal og umfjöllun um íslenskan hönnuð og verk hans. Metin er virkni og þátttaka í tímum, vinnusemi og jákvæðni. Umsagnir vegna vettvangsferða á söfn og sýningar. Próf í lok annar.