Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1330165370

    Lífræn efnafræði
    EFNA3LR05
    3
    efnafræði
    lífræn efnafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið í grunnatriði lífrænnar efnafræði, eiginleika lífrænna efna,IUPAC nafngiftakerfið og efnahvörf lífrænna efna.
    EFNA2FE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skautun sameinda.
    • svigrúmablöndun kolefnis.
    • uppbyggingu og eiginleika fjöltengja.
    • hendni sameinda.
    • reglum IUPAC nafnakerfisins.
    • grunnflokkun lífrænna efna.
    • efnahvörfum lífrænna efna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ákvarða svigrúmablöndun kolefnis í mismunandi efnasamböndum.
    • nota flokkun og nafnakerfi lífrænna efna.
    • skrifa og túlka efnahvörf lífrænna efna.
    • sýna sjálfstæði við framkvæmd verklegra æfinga og skilning við úrvinnslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá tengsl milli náttúrufræðigreina og geta yfirfært þekkingu milli þeirra.
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
    • leggja mat á áreiðanleika niðurstaðna rannsókna sinna.
    • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.
    Skýrslur og próf.