Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1330702540

    Gagnrýnin hugsun og siðfræði
    SIÐF2GH05
    1
    siðfræði
    gagnrýnin hugsun og siðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir ýmis störf í samfélaginu sem krefjast mikilla mannlegra samskipta. Við slík störf koma oft upp siðferðileg álitaefni sem leysa þarf úr fljótt og vel. Nemendur fá þjálfun í að beita helstu kenningum siðfræðinnar á klassísk vandamál og á þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og fá innsýn í siðareglur nokkurra starfsstétta í þjónustugreinum. Nemendur hljóta einnig æfingu í að færa rök fyrir máli sínu, bæði munnlega og skriflega, og þjálfun í beitingu gagnrýninnar hugsunar á málefni af ýmsum toga.
    Einnar annar nám á þjónustubrautum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dyggð og farsæld.
    • leikslokakenningum og nytjastefnunni.
    • reglusiðfræði og manngildi.
    • siðareglum ýmissa starfstétta.
    • leiðum og aðferðum sem nota má til þess að takast á við álitamál sem upp kunna að koma í starfi.
    • menningarlegri afstæðishyggju.
    • samfélagssáttmálanum.
    • lágmarkssiðferði.
    • borgaralegri óhlýðni.
    • siðferðilegum skyldum manna við dýr og náttúru.
    • röksemdafærslu við mat á siðferðilegum efnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þeim kenningum sem til umræðu eru við ýmsar aðstæður.
    • nota þau hugtök sem til umræðu eru til að skoða umhverfi sitt á gagnrýninn hátt.
    • lesa fjölmiðla á gagnrýninn hátt, m.a. með hliðsjón af siðferðilegum þáttum.
    • tjá sig með rökum, hvort sem er í ræðu eða riti.
    • hlusta á viðmælendur sína og bregðast við orðum þeirra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • færa rök fyrir skoðunum sínum sem metið er með skriflegum verkefnum, hópvinnu og þátttöku í samræðum.
    • eiga góð og uppbyggileg samskipti við samstarfsfólk sitt, skjólstæðinga og aðra hagsmunaaðila sem metið er með verklegum æfingum.
    • beita hugmyndum og kenningum heimspekilegrar siðfræði á þau mál sem upp kunna að koma við dagleg störf. Metið með verkefnum og skriflegum prófum.
    • taka þátt í að móta siðareglur fyrir vinnustað sem metið er með verkefnavinnu og hópavinnu.
    • setja sér siðferðileg markmið gagnvart einstökum þáttum þess starfs sem hann býr sig undir. Metið með verkefnavinnu.
    • sjá mismunandi sjónarhorn sem upp geta komið í samskiptum við þá sem þiggja þjónustu, t.d. notendur félags - og heilbrigðisþjónustu. Metið með prófi og verklegum æfingum.
    Leitast verður við að beita fjölbreyttum aðferðum við kennslu og námsmat. Samræður af ýmsum toga verða tíðar, unnið verður í stærri og smærri hópum að afmörkuðum verkefnum og nemendur kynna reglulega niðurstöður sínar fyrir félögum sínum. Leiðsagnarmati og jafningjamati verður beitt markvisst. Ekki er gert ráð fyrir skriflegu lokaprófi en nemendur verða engu að síður prófaðir úr ýmsum þáttum námsefnisins eins og þurfa þykir.