Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331465061

    Grunnáfangi
    FRAN1GR05
    1
    franska
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins, temji sér góð og viðeigandi vinnubrögð og fái innsýn í menningu og staðhætti frönskumælandi landa. Mikil áhersla er lögð á að nemendur læri helstu framburðarreglur í þessum fyrsta áfanga. Nemendur læra að kynna sig og aðra, tala um áhugamál, fyrirætlanir og smekk, segja frá fjölskyldu sinni og sínu nánasta umhverfi í nútíð og nálægri framtíð í ræðu og riti. Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum; tali, hlustun, ritun og lestri.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • helstu reglum um framburð og hljómfall
    • grunnatriðum málkerfisins
    • útbreiðslu frönskunnar ásamt nokkrum þáttum í menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja einföldum fyrirmælum í kennslustundum á frönsku
    • skilja mjög einfalda texta sem fjalla um kunnugleg viðfangsefni og innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum
    • taka þátt í afar einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og tengist honum sjálfum og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, nánasta umhverfi og áhugamálum
    • skrifa einfalda texta í takt við viðfangsefni áfangans
    • beita helstu reglum um málnotkun á sem réttastan hátt í ræðu og riti
    • beita viðeigandi námstækni í tungumálanámi og nýta sér hjálpargögn
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • eiga einföld samskipti á frönsku við ákveðnar aðstæður ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
    • segja frá persónulegum högum í ræðu og riti á einfaldan hátt ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
    • vinna úr einföldum texta á mismunandi hátt eftir efni og eðli textans og tilganginum með lestrinum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Lokapróf og símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.