Að miklu leyti er lokið við að fara yfir grundvallarþætti fransks málkerfis. Nemendur auka orðaforðakunnáttu sína með lestri texta af ýmsum toga. Frásagnir í nútíð og þátíð (munur milli þátíða) eru æfðar munnlega og skriflega. Nemendur læra m.a. að gefa og þiggja ráð, tala um boð og bönn, ferðalög, áfangastaði og daglegar venjur. Nemendur lesa einfalda skáldsögu eða smásögur. Nemendur fá aukna innsýn í menningarheim frönskumælandi svæða og vinna m.a. menningartengt heimildaverkefni.
FRAN1FR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
öllum helstu reglum um framburð og hljómfall
fleiri grunnatriðum málkerfisins
menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða á markvissari hátt en áður
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er fremur hægt og skýrt
fylgja fyrirmælum á frönsku í kennslustundum
skilja ýmiss konar einfalda texta sem fjalla um viðfangsefni áfangans og festa í sessi og auka orðaforða
fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatexta
taka þátt í frekar einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á og geta beitt kurteisis- og málvenjum við hæfi
skrifa samfellda texta um ýmis kunnugleg efni
halda stutta kynningu á undirbúnu efni
beita helstu reglum um málnotkun
beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn á sjálfstæðan hátt
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ná aðalatriðum í einföldum frásögnum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt ...sem er metið með... verkefnum og prófum
geta tekið þátt í samræðum í ákveðnum aðstæðum á sjálfstæðari hátt en áður ...sem er metið með... munnlegri framsögn
segja frá eigin þekkingu, reynslu, áhugamálum, áformum, skoðunum og líðan í ræðu og riti ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur úr textum um almennt efni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
greina aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og draga ályktanir ...sem er metið með... verkefnum og prófum
lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá sig um efni hans í ræðu og riti ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
Lokapróf og símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.