Bætt er við orðaforða- og málfræðiþekkingu og áfram unnið með tal, hlustun, ritun og lestur í samræmi við færnimarkmið áfangans. Nemendur æfast munnlega og skriflega í að ákvarða stefnumót, skipuleggja frítíma, gefa upp tímasetningar, tjá skoðun sína, tala um kaup og kjör í verslunum, spyrja og vísa til vegar, gefa upp staðsetningar, gefa og þiggja ráð, boð og bönn og tala um liðna atburði.
Nemendur öðlast aukna innsýn í menningu og siði þýskumælandi svæða.
ÞÝSK1GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða í samræmi við öll helstu hæfni- og leikniviðmið áfangans
grundvallarþáttum þýska málkerfisins
grunnþáttum í menningu þýskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
fylgja fyrirmælum á þýsku og skilja kveðjur og kurteisisávörp
skilja einfalda texta af ýmsum toga
taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og tengist honum sjálfum og geta beitt kurteisis- og málvenjum við hæfi
beita helstu reglum áfangans um málnotkun í ræðu og riti
beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli ...sem er metið með... verkefnum og prófum
eiga einföld samskipti á þýsku við ákveðnar aðstæður ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
tala um sjálfan sig og aðra og ýmsar aðstæður daglegs lífs í ræðu og riti á einfaldan hátt ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
vinna úr ýmsum textum á mismunandi hátt eftir efni og eðli textans og tilganginum með lestrinum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
meta eigið vinnuframlag og kunnáttu ...sem er metið með... sjálfsrýni
Lokapróf og símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.