Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331547591

    Fornbókmenntir, málnotkun og ritun
    ÍSLE2FM05
    2
    íslenska
    fornbókmenntir, málfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga vinna nemendur einkum með íslenskar fornbókmenntir þar sem eddukvæði og Læxdæla saga verða meginviðfangsefni áfangans ásamt kynningu á dróttkvæðum. Einnig verða sérstök verkefni þar sem lögð er áhersla á að vinna með margvíslegar heimildir á faglegan hátt. Ritun: Nemendur eru þjálfaðir í að vinna úr lesefni áfangans með fjölbreyttum ritunarverkefnum; bæði með hópverkefnum sem og einstaklingsverkefnum. Bókmenntir og læsi: Nemendur kynna sér þann heim og hugmyndafræði sem finna má í íslenskum og norrænum fornbókmenntum með því að lesa og vinna verkefni úr lesefni áfangans. Málfræði: Farið er í grundvallaratriði setningafræði og fjallað um ýmislegt sem tengist málnotkun.
    Grunnskólapróf eða áfangi á 1. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslenskum og norrænum fornbókmenntum
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • grundvallarvinnubrögðum við skrif heimildaritgerða
    • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rita rökfærsluritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
    • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun ...sem er metið með... ritunarverkefnum og munnlegum verkefnum
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti ...sem er metið með... ritunarverkefnum og munnlegum verkefnum
    • styrkja eigin málfærni og nám í erlendum tungumálum, til dæmis með því að nýta málfræðiupplýsingar í handbókum ...sem er metið með... gagnvirkum æfingum og skriflegum verkefnum
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu ...sem er metið með... bókmenntaumræðu í tímum og á vef, ásamt ritunarverkefnum
    • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu ...sem er metið með... skriflegum verkefnum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt prófum sem lögð eru fyrir reglulega.