Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1331562326

  Teikning
  MÓDE2TE05
  1
  módelteikning
  teikning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur teikna eftir lifandi módeli og beinagrind. Lögð er megináhersla á að þjálfa augað í að sjá það sem horft er á og koma því rétt niður á blað. Notuð verða fjölbreytt teikniáhöld og einnig málað á einfaldan hátt og mögulega verður módelið mótað líka í leir. Nemendur eiga að þróa með sér sjálfstæða skissu- og hugmyndavinnu með mannslíkamann sem útgangspunkt. Íslenskir listamenn sem vinna með mannslíkamann kynntir Nemendur hengja upp verk sín og skoða þau í samhengi og halda áfram að þjálfast í að ræða um þau.
  TEIK1GR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • beina- og vöðvabyggingu mannlíkamans til að geta teiknað hann rétt og unnið með í tvívíðum og þrívíðum myndverkum
  • hlutföllum í mannslíkamanum og hvernig best er að teikna hann
  • hvernig nota á mælingar og hjálparlínur til að finna stærðarhlutföll og rétta stöðu líkamans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • teikna mannslíkamann eftir lifandi módeli
  • nota mælingar og hjálparlínur til að teikna mannslíkamann í réttri stöðu
  • nota fjölbreyttar aðferðir og áhöld við að teikna módel
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta teiknað og málað mannslíkamann rétt eftir lifandi módeli ...sem er metið með... verkefnum
  • nota mannslíkamann allan eða að hluta í eigin myndverkum ...sem er metið með... verkefnum
  Símat þar sem öll verkefni nemenda verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara.