Áfanginn skal veita grunnþekkingu á verkfærum leikarans í spunavinnu. Mikil áhersla er lögð á að að þjálfa öguð, skapandi og jákvæð vinnubrögð. Unnið er með öll þau tækifæri sem felast í spunavinnu. Nemendur þjálfast í að byggja upp persónur frá grunni, stök atriði og að byggja upp heil leikrit.
LEIK1GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að nýta sér jákvæðni í samvinnu við aðra í leiklist
mikilvægi þess að vinna hratt og ákveða ekki endapunkt vinnunnar fyrirfram
tækifærunum sem felast í mistökunum
mikilvægi þess að stjórna ekki framvindunni í spunaatriðum
mikilvægi flæðisins fremur en endapunktsins í spuna
mikilvægi mótleikarans
aðstæðum og kringumstæðum í spunaleik
hinum gefnu forsendum í leiklist
hver verkfæri leikarans í spunavinnu eru (rödd, líkama, tilfinningum og ímyndunarafli)
spuna annars vegar og forskrifaðri vinnu hins vegar
hvernig uppbygging atriða skiptist upp í fjölmargar kringumstæður og aðstæður
uppbyggingu persóna og hversu miklar upplýsingar áhorfandi þarf að hafa til að skynja persónuna til fulls
persónusköpun í leikhúsi og hvernig hægt er að gefa heilstæða mynd af persónu á sviði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita jákvæðri hlustun í sköpun á spunaatriðum
taka við uppbyggilegri gagnrýni
vinna hratt og örugglega og véfengja ekki ákvarðanir sínar
nýta sér mistök sín sem tækifæri
tjá sig um uppbyggingu atriða samnemenda sinna
leyfa flæði í spuna að færa sig nær lokapunkti atriðis
skynja umhverfi sitt og hið ósagða í spuna
beita hinum gefnu forsendum í spuna án umhugsunar
beita verkfærum leikarans í spuna
nýta sér mismunandi leikstíla
gera sér grein fyrir mismunandi tækni sem þarf í harmrænu atriði annars vegar og gamansömu atriði hins vegar
hita sjálfan sig upp í orku sem passar vinnunni
nýta rými á mismunandi hátt í leiksenum
vinna uppbyggilega og gefandi með öðrum
einbeita sér í hugmyndavinnu og allri vinnu sem fer fram á leiksviði
beita sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga í leiklistarvinnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa yfir jákvæðu og uppbyggilegu viðhorfi í sköpunarvinnu gagnvart mótleikara eða hópi ...sem er metið með... sjálfrýni og símati
geta sett upp leikverk án fyrirvara ...sem er metið með... gólfvinnu
geta nýtt spuna til að búa til heilsteypta persónu ...sem er metið með... gólfvinnu, umræðum og vinnubók
vinna sjáfstætt ...sem er metið með... sjálfsrýni og gólfvinnu
gera sér grein fyrir og nýta frumkvæði sitt ...sem er metið með... sjálfrýni, gólfvinnu og vinnubók
greina senur og persónur út frá orku, stærð og stíl ...sem er metið með... gólfvinnu og stöðumati
setja sig í spor persóna og nýta verkfæri leikarans til að túlka tilfinningar og vilja á sviði ...sem er metið með... gólfvinnu og stöðumati
beita hlustun og orkustigi í samvinnu og sviðsvinnu ...sem er metið með... gólfvinnu og stöðumati
beita sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í spuna sem metið er með sjálfsrýni, símati og vinnubók
geta unnið án ritskoðunar á sjálfan sig, aðra og framvindu meðan á gólfvinnu stendur ...sem er metið með... símati og vinnubók
Nemendur skrifa vinnubók út frá þemu hvers tíma kennslunnar og skal vinnubókin endurspegla skilning nemenda á námsefninu. Nokkrum sinnum yfir önnina fær kennari vinnubókina til yfirferðar.
Nemendur vinna sjálfstæð verkefni í hverjum tíma þar sem sjálfstæði vinnubragða, frumkvæði, leikgleði, skapandi hugsun og samvinna eru metin í símati.