Í áfanganum eru tveir menningaheimar eru bornir saman. Saga og samskipti menningarsvæðanna er skoðuð. Spurningunni hvernig sagan hefur áhrif á heimsmynd fólks á ólíkum svæðum er skoðuð, svo og hvernig sagan hefur áhrif á ákvarðannatöku og atburði. Hvaða menningarsvæði eru borin saman er breytilegt. Áhersla er á svæði utan Evrópu, helst þá á svæði sem mikið eru í umræðu á viðkomandi tíma.
SAGA2MS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu svæðanna
landafræði svæðanna
þeim atburðum sem eiga sér stað á svæðunum
högum fólks sem búa á svæðunum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bera saman menningarsvæði
vinna með frumheimildir
nota vísindaleg vinnubrögð
geta skilið aðalatriði frá aukaatriðum
skrifa texta þar sem unnið er eftir reglum um heimildavinnu, APA kerfið
geta tjáð sig á skýran og skilmerkilegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja atburði á framandi slóðum ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
geta sett sig í spor fólks á framandi slóðum ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
meta upplýsingar á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... verkefnum og prófum
átta sig á orsökum og afleiðingum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
geta tekið afstöðu til atburða með sögulegum rökum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
Áfanginn er verkefnamiðaður. Áhersla er lögð á verkefni sem nemendur vinna bæði sem einstaklingar og í samvinnu við aðra. Mikil áhersla verður á tjáningu sérstaklega þar sem bornar verða saman heimildir sem stangast á. Áfanginn endar með lokaprófi.