Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1335962933

    Grunnáfangi í myndlist
    MYNL2GM05
    1
    myndlist
    grunnþættir málunar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þessi áfangi er grunnáfangi í myndlist þar sem kennd verða grunnatriði teikningar, málunar, form- og litafræði. Lögð er áhersla á að þjálfa formskilning nemenda með því að teikna einföld form svo sem kúlu, kassa, keilu og sívalning. Nemendur kynnast og læra að beita lögmálum myndbyggingar, hvernig ólík form, punktar, línur og áferð hafa áhrif á jafnvægi myndflatarins og merkingu. Í litafræðinni kynnast nemendur grundvallaratriðum í meðferð lita, þar sem þeir kanna samspil lita, virkni þeirra og áhrif. Unnið verður með olíuliti og farið verður yfir blöndun og notkun þeirra. Nemendur vinna svo á sjálfstæðan hátt að fullunnu lokaverki þar sem þeir hagnýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Áfanginn miðar einnig að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Áhersla er lögð á miðlun listrænna afurða nemenda og tjáningu þeirra um eigin sköpun.
    Inngangur að listum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum myndlistar
    • blöndun grunnlita í litatóna og hugtök þar að lútandi
    • sjálfstæðum vinnubrögðum og hugsun út frá hugmynd (konsept)
    • vinnuumhverfi,vinnutækjum og áhöldum sinnar listgreinar
    • notkun olíulita
    • grunnþáttum formfræði og teikningar
    • mismunandi nálgun listamanna við listsköpun
    • að miðla listsköpun sinni með því að tjá sig um hana og sýna
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • að meta eigið vinnuframlag
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita skapandi hugsun
    • beita skissun og teiknivinnu
    • framkalla þrívídd með skyggingu
    • skilja myndbyggingu og uppbyggingu myndflatar
    • efla skilning sinn á listrænni vinnu, að upplifa, skynja og túlka það sem hann sér, upplifir
    • tjá sig um eigin sköpun
    • beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
    • blanda liti og tóna
    • skilja form og uppbyggingu þeirra
    • beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
    • meðhöndla olíulita og skilja virkni þeirra
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
    • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar
    • bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera skapandi í hugsun ...sem er metið með... umræðum og verklegum æfingum. nýta reglur, form og lögmál myndlistar í eigin listsköpun
    • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmynd og útfæra hana í myndverki með tilliti til lita-, og formfræði og myndbyggingar ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • tjá sig hiklaust um eigin sköpun við aðra viðmælendur ...sem er metið með... umræðum og skriflega
    • að skapa eign verk byggð á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • skilgreina eigin verk ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum ...sem er metið með... framkvæmd sýningar og umræðum
    • kynna eigin verk og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um verk annara ...sem er metið með... umræðum og skriflega
    • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um myndlist við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... umræðum og skriflega
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.