Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1335963769

    Portrett
    MYNL2PM05
    2
    myndlist
    portrett málun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með portrett (andlitsmynd). Skoðaðar verða ólíkar vinnuaðferðir, allt frá skissu til fullkláraðs lokaverks. Nemendur eru þjálfaðir í teiknifærni, að teikna eftir fyrirmynd og umbreyta þrívíðu formi í tvívíða teikningu. Unnið verður með mismunandi litasamsetningar til að skapa sannfærandi skinntóna. Mannsandlit verður greint og ákveðnir hlutar þess teknir fyrir og þeim gerð sérstök skil. Þetta verður gert með skissuvinnu og æfingum með olíulitum. Lögð verða fyrir ýmiskonar verkefni og æfingar sem miða að því auka færni nemenda og þjálfa þá í yfirfærslunni frá skissum og hugmyndum yfir í fullklárað málverk. Nemendur vinna svo á sjálfstæðan hátt að fullunnu portrettverki þar sem þeir hagnýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Áfanginn miðar einnig að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Áhersla er lögð á miðlun listrænna afurða nemenda og tjáningu þeirra um eigin sköpun.
    Inngangur að listum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum myndlistar
    • að kunna skil á þeim atriðum beinabyggingar andlits sem mestu ráða um útlit einstaklinga
    • sjálfstæðum vinnubrögðum og hugsun út frá hugmynd (konsept)
    • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum sinnar listgreinar
    • skapandi hugsun og hugflæði
    • mismunandi nálgun listamanna við listsköpun
    • að miðla listsköpun sinni með því að tjá sig um hana og sýna
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • að meta eigið vinnuframlag
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita skapandi hugsun
    • beita skissun og teiknivinnu
    • efla skilning sinn á listrænni vinnu, að upplifa, skynja og túlka það sem hann sér, upplifir
    • tjá sig um eigin sköpun
    • beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
    • blanda liti og tóna
    • skilja form og uppbyggingu þeirra
    • beita mismunandi miðlunarleiðum í listsköpun sinni
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
    • hafa skoðanir og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera skapandi í hugsun ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • nýta reglur, form og lögmál myndlistar í eigin listsköpun ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmynd og útfæra hana frá skissu yfir í fullklárað málverk ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • fullvinna hugmyndir undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • tjá sig hiklaust um eigin sköpun við aðra viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
    • að skapa eign verk byggt á eigin listrænum styrk undir leiðsögn kennara ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • skilgreina eigin verk ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • standa að sýningu þar sem nemandinn miðlar listrænum styrk sínum ...sem er metið með... framkvæmd sýningar og umræðum
    • kynna eigin verk og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um verk annara ...sem er metið með... umræðum
    • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um myndlist við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum, verklegum æfingum og skriflega
    • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... umræðum og skriflega
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.