Markmið áfangans er að nemandi öðlist skilning á því hvernig hugtök heilbrigði og sjúkdóma tengjast lífsvenjum okkar ásamt almennum siðum og venjum samfélagsins. Lögð er áhersla á að nemandi meti heilsu sína og leiti leiða til að auka eigin heilbrigði. Jafnframt að nemandi sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í náminu og nýti sér þekkingu úr öðrum námsgreinum ss. félagsfræði, sálfræði, líffræði og upplýsingatækni við úrlausn verkefna.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
markmiðum heilbrigðisfræðslu
mikilvægi umhverfisverndar og forvarna
kynferði , getnaði, meðgöngu og fæðingu
starfsemi heilsugæslunnar
áhrifum misnotkunar lyfja, áfengis og fíkniefna
tengslum heilbrigði við sögu, trú og menningu
örverum, smiti og vörnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og meta forvarnafræðslu á gagnrýninn hátt
geta nýtt sér þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er
velja heilsusamlegan lífsstíl
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta á gagnrýninn hátt málefni tengd heilsu og heilbrigði
greina samspil lífsstíls og heilsu og gera sér grein fyrir eigin lífsstíl og áhættuþáttum honum tengdum
lesa með gagnrýnum huga það sem fjölmiðlar segja um heilsu og heilbrigði