Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1337094305

  Bókmenntir, málnotkun og ritun
  ÍSLE2MR05
  19
  íslenska
  bókmenntir, málnotkun og ritun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum grunnáfanga vinna nemendur með undirstöðuatriði málnotkunar, ritunar og bókmennta. Jafnframt er markmiðið að efla ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreyttar nálganir og sérstaklega er unnið með sköpun. Nemendur eru hvattir til að setja sér eigin markmið m.a. með því að taka þátt í að velja skiladaga á verkefnum. Í áfanganum þjálfast þeir í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt því að þeir fá tækifæri til að vinna með öðrum. Málsaga og málfræði: Nemendur kynna sér meginatriði málsögu og fá yfirlit yfir helstu málfræðireglur. Nemendur vinna fjölbreytt málfræðiverkefni en einnig er unnið með málnotkun. Ritun: Nemendur þjálfa sig í að skrifa margvíslega texta; allt frá skapandi skrifum til faglegrar ritgerðar. Bókmenntir og læsi: Lesnar eru smásögur og fleiri stuttir textar, ein nútímasaga, ein stutt Íslendingasaga (eða nokkrir Íslendingaþættir) ásamt því sem farið verður í norræna goðafræði. Nemendur tileinka sér helstu hugtök bókmenntafræði og æfa sig í að beita þeim.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
  • ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • mismunandi tegundum bókmennta og grunnhugtökum í bókmenntafræði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skrifa ritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á faglegan og heiðarlegan hátt
  • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
  • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
  • flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
  • styrkja eigin málfærni og nám í erlendum tungumálum, til dæmis með því að nýta málfræðiupplýsingar í handbókum
  • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
  • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu.
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.