Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1337857780

    Stuttmyndagerð
    STMG1ST05
    1
    stuttmyndagerð
    stuttmyndagerð
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum fá nemendur innsýn í heim stuttmynda. Nemendur eru kynntir fyrir þeim möguleikum sem stuttmyndagerðin hefur upp á að bjóða og þeir þjálfaðir í að nýta þá möguleika við úrvinnslu hugmynda sinna. Áhersla er lögð á þjálfun í að nýta sköpunaraðferðir, innrömmun hugmynda og hæfni til að útfæra þær á listrænan hátt með skýrri heildarmynd. Nemendur kynnast hefðbundnu vinnuferli stuttmynda, þ.e. handritsgerð, myndhandriti, myndatöku, klippingu og hljóðsetningu. Að auki fara nemendur í heimsóknir og horfa á kvikmyndir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum sem tengjast stuttmyndagerð
    • Mismunandi gerðum stuttmynda
    • Ólíkum söguaðferðum
    • Undirstöðuatriðum kvikmyndagerðar með megináherslur á stuttmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd
    • Mikilvægi gangrýninnar hugsunar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Segja sögu með því að skrifa handrit
    • Gera myndhandrit (storyboard) eftir söguhandriti
    • Klippa myndefni
    • Setja hljóð og tónlist inn á myndefni
    • Hlaða stuttmynd inn á Netið eða á DVD – geisladisk
    • Nota mismunandi sjónarhorn í myndatöku
    • Búa til kynningarplakat fyrir stuttmynd
    • Vinna jafnt sjálfstætt og með öðrum í verkefnum
    • Leikstýra eigin stuttmynd
    • Leika
    • Beita gagnrýninni hugsun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Koma myndefni frá sér á áhugaverðan og fjölbreyttan hátt
    • Vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
    • Stýra hópi samnemenda
    • Geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.