Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1338894674

    Inngangur að félagsvísindum
    INNF1IF05
    1
    inngangur að félagsvísindum
    inngangur að félagvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er undirbúningur að námi í hugvísindum, aðferðafræði, tilgangi og markmiðum í víðu samhengi og samþættir sálarfræði, félagsfræði, heimspeki, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði. Áfanginn er undanfari annarra áfanga í félagsvísindum og ætlað að kynna nemendum fyrir grunnhugtökum í þessum greinum. Nemandinn er studdur til þess að þreifa sig áfram á eigin forsendum, vinna með öðrum og fjalla um efnið út frá eigin forsendum og ná lengra byggt á fyrri þekkingu og reynslu. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér vinnubrögð sem notuð eru í félagsvísindum. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar í áfanganum, til dæmis umræður og verkefnavinna þar sem ýmist er um að ræða einstaklings- og hópverkefni. Markmiðið er að tengja námsefni áfangans sem best við raunverulegar aðstæður. Þetta krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og fá þjálfun í að meta eigið vinnuframlag og annarra.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefnum félags- og hugvísinda
    • vinnubrögðum félags- og hugvísinda
    • grunnhugtökum í félags- og hugvísindum
    • þeim félagslegu stofnunum sem hafa áhrif á líf hans og hvernig hann getur haft áhrif á þær
    • réttindum og skyldum hans gagnvart samfélaginu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum um viðfangsefni áfangans á skýran og skilmerkilegan hátt
    • lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
    • tjá kunnáttu sína bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti ...sem er metið með... skriflegum verkefnum, kynningum og umræðum
    • geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær ...sem er metið með... umræðum, kynningum og skriflegum verkefnum
    • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra ...sem er metið með... sjálfsmati og jafningjamati
    • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt ...sem er metið með... umræðum, skriflegum verkefnum og kynningum
    • geti hagnýtt netið til að afla sér þekkingar um viðfangsefni áfangans ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál ...sem er metið með... uræðum, skriflegum verkefnum og kynningum
    • geta sett sig í spor annarra ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum.
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.