Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352374293

  Sjónarmið og saga
  FÉLA2SS05
  9
  félagsfræði
  almennur yfirlitsáfangi, inngangur að félagsfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein. Fjallað um hugmyndir frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu kenningar kynntar. Þróun félagsfræðinnar frá hugmyndum frumkvöðla til samtímans er skoðuð. Tengsl einstaklings og samfélags eru tekin fyrir og greind í ljósi ólíkra kenninga. Viðfangsefni líkt og frávik, afbrot, lagskipting og félagsleg mismunun og misrétti eru tekin til umfjöllunar út frá mismunandi sjónarhóli kenninga. Í áfanganum er jafnrétti kynja, kynhlutverk og fjölmiðlun einnig meðal efnisþátta.
  FÉVÍ1ÞF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu frumkvöðlum félagsfræðinnar og geti lýst framlagi þeirra til greinarinnar
  • sjónarhornum helstu kenninga
  • helstu grundvallarhugtökum félagsfræðinnar
  • sérstöðu félagsfræðinnar og skyldleika hennar við aðrar greinar félagsvísinda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita hugtökum félagsfræðinnar í umfjöllun um fræðileg viðfangsefni
  • greina á milli og meta ólíkar kenningar um samfélagið
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • setja fram og miðla þekkingu sinni í ræðu og riti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagið
  • rökstutt á fræðilegan hátt ólík viðhorf og skýringar
  • taka afstöðu til félagsfræðilegra álitamála
  • öðlast skilning á eigin stöðu í samfélaginu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.