Áfanginn samanstendur af efni úr félagsfræði og sögu (valið af kennara). Í áfanganum eru rakin valin efni úr sögu Íslands og Evrópu s.l. 40 ár. Hún er rakin í tengslum við þróun alþýðutónlistar og tískustrauma á tímabilinu.
Þeir þættir sem teknir eru til umfjöllunar eru:
- Þróun þjóðfélagsbreytinga á tímabilinu.
- Stjórnmálasaga.
- Þróun kjarabaráttu (verkalýðssaga).
- Tækniþróun, s.s. í kringum fjölmiðla og hvernig viðhorf til þeirra hefur breyst.
- Sjálfsmynd og lífstíll ungmenna á tímabilinu o.fl. í tengslum við sögu alþýðutónlistar og tískustrauma.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig lífstíll ungmenna og umræða um hann hefur breyst á tímabilinu
hvernig tískustraumar taka stöðugum breytingum
hvernig fjölmiðlar hafa breyst á tímabilinu
hvernig viðhorf til alþýðutónlistar hefur breyst á tímabilinu
helstu þáttum stjórnmála á tímabilinu
hvernig þróun í málum launþega og kvenréttinda hefur verið
hvernig á að halda framsögu
hvernig á að byggja upp stutta greinargerð („ritgerð“)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
undirbúa framsögur og ritgerð og geta fært rök fyrir málflutningi sínum
finna út hvar sé hægt að fá upplýsingar um efni sem tengist vinnu þeirra
þekkja muninn á hægri og vinstri í stjórnmálum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta lífstíl ungmenna á tímabilinu
meta umfjöllun fjölmiðla í ákveðnum málum og hvers vegna að sum mál virðast mikilvægari en önnur
meta hvernig tískustraumar og tónlist blandast saman
meta hvort stjórnmálaskoðanir eru til hægri eða vinstri
meta og mynda sér skoðun á launþegamálum og kvennabaráttu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.