Inngangsáfangi í stjórnmálafræði. Kynning á stjórnmálafræðinni sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist fræðilegum kenningum og þeim mismunandi sjónarhornum sem þær gefa á samfélagið. Fjallað er um helstu hugmyndafræðistrauma og hvernig nútímastjórnmálahugmyndir hafa mótast. Kynnt verða grundvallarhugtök stjórnmálafræðinnar og helstu hugmynda- og stjórnmálastefnur. Fjallað verður um þróun íslenska stjórnkerfisins og helstu drætti íslenskrar stjórnmálasögu. Meginmarkmið er að glæða skilning og auka áhuga nemenda og auðvelda þeim sjálfstætt mat varðandi stjórnmálaleg álitamál.
FÉVÍ1AÞ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu aðferðum og viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
grundvallarhugtökum líkt og hugmyndafræði, lýðræði, vald og stjórnkerfi
kenningum stjórnmálafræðinnar
íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni
greina uppruna hugmyndafræðinnar
vinna með gögn og leggja á þau mat
greina á milli og meta ólíkar kenningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skynja hvernig líf og aðstæður hans og folks almennt tengist viðfangsefnum áfangans
taka þátt í rökræðu um pólitísk álitamál
nota fjölbreyttar aðferðir við að leysa viðfangsefni
vera hæfari til þess að lifa og starfa í lýðræðissamfélagi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.