Ítarlega er farið í sjónarmið sálfræðinnar. Byggt er á því sem nemendur lærðu um sjónarmiðin í FÉLV1ÞF05 og leitast við að dýpka skilning og hæfni.
Fjallað er um alþýðusálfræði og jákvæða sálfræði þar sem nemendur greina jákvæða og neikvæða þætti í eigin lífi og annarra og leita leiða til að bregðast við þeim.
Helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar eru kynntar og unnin æfingaverkefni í sambandi við þær. Nemendur vinna a.m.k. eitt viðamikið rannsóknarverkefni í áfanganum og skila skýrslu um það.
Farið er í námssálarfræði þar sem kynntar eru viðbragðsskilyrðingar, virkar skilyrðingar og hugrænt nám. Einnig er fjallað ýtarlega um minni.
Tekin er fyrir þrískipting minnisins og mismunandi minnistækni. Eftir því sem færi gefst er rætt um ýmis viðfangsefni og vandamál daglegs lífs.
FÉLV1ÞF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökum, viðfangsefnum og sjónarmiðum sálfræðinnar
jákvæðri sálfræði og viðfangsefnum hennar
rannsóknaraðferðum sálfræðinnar
kenningum og hugtökum um nám
kenningum og hugtökum um minni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina viðfangsefni sálfræðinnar út frá mismunandi sjónarmiðum greinarinnar
greina jákvæða og neikvæða þætti í eigin lífi og annarra og þekkja leiðir til að bregðast við þeim
beita mismunandi rannsóknaraðferðum við upplýsingaöflun í sálfræði
beita hugtökum námssálarfræðinnar og greina mismunandi aðferðir til náms
greina og beita mismunandi tegundum minnis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rækta með sér jákvæðari viðhorf til lífsins og bæta þannig eigin líðan
hjálpa öðrum að greina jákvæða og neikvæða þætti í eigin lífi og bregðast við þeim
skipuleggja og framkvæma einfaldar sálfræðitengdar rannsóknir með leiðsögn og miðla niðurstöðum í skýrslum og fyrirlestrum
vinna rétt með heimildir í skýrslum og öðrum sálfræðitengdum verkefnum
bæta námstækni sína og minnistækni með aðstoð aðferða sem fjallað er um í áfanganum
taka þátt í árangursríkri mótun hegðunar, s.s. í barnauppeldi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.