Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353056901

  Afbrigðasálfræði
  SÁLF3AF05
  11
  sálfræði
  geðheilsa, geðraskanir, streita, tilfinningar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um helstu flokkunarkerfi og algengustu flokka geðrænna vandamála. Fjallað er um orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferð. Nemendur kynna sér einnig hvar hægt er að leita aðstoðar vegna geðræns vanda. Viðhorf gagnvart andlega fötluðum eru rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í þeirra garð. Leitast er við að fá gesti í heimsókn til að ræða um tiltekin efni tengd áfanganum. Í áfanganum er einnig fjallað um geðshræringar og mikilvægi þeirra varðandi mannlega breytni og líðan. Farið er í streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol. Nemendur meta eigin líðan og skoða þær leiðir sem í boði eru til að bæta hana.
  SÁLF2SS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • muninum á geðheilbrigði og frávikum og flokkun geðraskana
  • orsökum, einkennum, áhættuþáttum og tíðni geðraskana
  • meðferðarúrræðum og meðferðarformum vegna frávika
  • einkennum streitu, áhrifum hennar á heilsu og leiðum til að vinna gegn henni
  • geðshræringum og mismunandi kenningum um þær
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla upplýsinga, greina þær, setja í fræðilegt samhengi og miðla þeim
  • greina hvenær um frávikshegðun er að ræða og hvers eðlis hún er út frá tilteknum viðmiðum
  • greina hvaða meðferðform henti mismunandi geðröskunum og setja upp ímyndaðar meðferðir
  • meta eigin streitu og beita aðferðum til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar
  • tjá og túlka geðshræringar á viðeigandi hátt og átta sig á því að góð tilfinningastjórn er undirstaða andlegs heilbrigðis
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka afstöðu til og rökræða ýmis álitamál er tengjast efni áfangans
  • tjá sig á upplýstan hátt, í ræðu og riti, um geðheilbrigði og frávik
  • leita viðeigandi leiða til úrbóta ef andleg vandkvæði koma upp
  • tileinka sér fordómaleysi gagnvart geðfötluðum
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.