Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352971770

    Vatn og veður
    JARÐ2VV05
    7
    jarðfræði
    haffræði, jöklafræði, loftslagsfræði, vatn, veður
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga rannsaka nemendur eðli og eiginleika lofthjúps jarðar, hafsins og jökla. Fjallað er ítarlega um veður, úrkomu, lægðir og önnur fyrirbrigði andrúmsloftsins, loftslag og loftslagsþróun, myndun og bráðnun jökla og tengsl við jarðsögu ísaldar á Íslandi. Nemendur vinna einnig verkefni um kenningar um loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á veðurfar og geislun. Meðal efnisþátta eru efnasamsetning og lagskipting lofthjúpsins, geislun, hiti og orka lofthjúpsins, þrýstingur, vindar og vindakerfi, myndun skýja og úrkomu, loftmassar og skil, lægðir og hæðir, loftslag og loftslagsrannsóknir, loftslags- og gróðurbelti, loftslagsbreytingar, ísaldir, hafið og hafsbotninn, selta, sjávarhiti, sjávarstraumar, hafís, hafefnafræði, lífsskilyrði í sjónum, eðli og hreyfing jökla, ísaldir og orsakir þeirra, gróðurhúsaáhrif og ósoneyðing.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli, samsetningu og lagskiptingu lofthjúps jarðar
    • helstu ferlum sem valda veðrum
    • loftslags- og gróðurbeltum
    • loftslagsbreytingum og orsökum þeirra
    • helstu einkennum hafstrauma og sjávargerða við Ísland
    • helstu breytiþáttum sjávar og sjávarstraumum
    • eðli og mismunandi gerðum jökla,
    • kenningum um orsakir ísalda kulda- og hlýskeiða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina veðurkort, s.s. áætla vindstyrk og vindstefnu út frá jafnþrýstilínum
    • greina veðurfarsupplýsingar og setja fram á myndrænan hátt
    • segja til um áhrif seltu og hita á hafstrauma
    • spá fyrir um hafísdreifingu við landið
    • fjalla um ástand sjávar og mikilvægi þess fyrir lífríkið
    • fjalla um veðurlag út frá stöðu veðrakerfa í nágrenni landsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu veðurgagna
    • meta veðurfar og veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra á lífsskilyrði á Íslandi og í heiminum
    • gera einfaldar veðurspár byggðar á eigin athugunum, veðurkortum og veðurlýsingum
    • leggja rökstutt mat á umfjöllun um loftslagsbreytingar á jörðinni og þær leiðir sem bjóðast til að sporna við þeim
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.