Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352375435

    Þróun félagsvísinda
    FÉLV1ÞF05
    5
    félagsvísindi
    þróun félagsvísinda
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum byrjunaráfanga fá nemendur innsýn í mismunandi greinar félagsvísindanna með sérstaka áherslu á félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Farið er í upphaf og sögu félagsvísinda, mismunandi stefnur og sjónarmið og nokkra helstu frumkvöðla innan félagsvísindanna. Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og áhrif þess á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og geti myndað sér skoðanir á málefnum sem efst á baugi eru hverju sinni. Nemendur fræðast um þá þætti sem hafa áhrif á líf barna og fullorðinna í nútímaþjóðfélagi. Einnig er þeim gefin innsýn í þá hugmyndafræði sem nútíma félagsvísindi byggja á, mismunandi viðfangsefni þeirra og mikilvægi í daglegu lífi. Sem dæmi um einstaka efnisþætti má nefna: Félagskerfið, hagkerfið og stjórnkerfið, erfðir og umhverfi, frjáls vilji löghyggja, félagsmótun, þróun menntunar, kynhlutverk og jafnfrétti, menning og trúarbrögð, fjölskyldan, vinna og atvinnulíf.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu grunnhugtökum, viðfangsefnum og sjónarmiðum félagsvísinda
    • sögulegum uppruna og þróun félagsvísinda
    • ólíkum öflum sem hafa áhrif á mótun einstaklingsins
    • þeim félagslegu stofnunum sem hafa áhrif á líf hans
    • möguleikum til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi
    • réttindum og skyldum gagnvart samfélaginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum félagsvísinda
    • skilja stöðu sína innan samfélagsins
    • tjá sig í ræðu og riti
    • greina einkenni og þróun samfélaga
    • greina orsök og afleiðingu
    • að skoða sína eigin hegðun og annarra út frá grundavallarhugmyndum félagsvísinda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga og vinna með þær á hagnýtan og fjölbreyttan hátt
    • tjá sig um og taka rökstudda afstöðu til álitamála
    • bera virðingu fyrir mismunandi lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti
    • setja sig í spor annarra
    • skilja stöðu sína í samfélaginu og eiga farsæl samskipti við umhverfi sitt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.