Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352393458

    Barna- og unglingaþjálfun
    BUÞJ2ÞJ05
    1
    barna- og unglingaþjálfun
    þjálfun barna og unglinga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hlutverk og aðferðir í þjálfun/kennslu, þroski barna og unglinga, uppbygging á tímaseðli, stefnuyfirlýsingar íþrótthreyfingarinnar, raddbeiting og tímaseðlagerð
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim grunnatriðum sem gilda við þjálfun barna og unglinga, s.s. mikilvægi reglna, klæðaburðar, raddbeitingar og hegðunar
    • hlutverkum og aðferðum í íþróttaþjálfun barna og unglinga
    • stefnuyfirlýsingum sem eru í gildi innan íþróttahreyfingarinnar í þjálfun barna og unglinga
    • mikilvægi góðrar uppbyggingar á tímaseðli
    • grunnatriðunum í þroska barna og unglinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þeim aðferðum sem notaðar eru í þjálfun barna og unglinga
    • gera tímaseðil út frá þjálfunarþætti og markmiðum tímans
    • meta hvaða leikir og æfingar henta viðkomandi þroskastigi iðkandanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta þjálfun annarra ...sem er metið með... skýrslu
    • gera tímaseðil út frá þroskastigi iðkendanna ...sem er metið með... tímaseðlagerð fyrir mismunandi aldursstig
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.