Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352459044

  Mannkynssaga, fyrri hluti
  SAGA1MF05
  5
  saga
  mannskynssaga til 1800
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Þetta er fyrri kjarnaáfanginn. Hér er sögunni fylgt frá fornöld og fram til um 1800 e.Kr, hér er þó að mestu leyti um að ræða sögu vestrænnar menningar. Áhersla er lögð á 6 ákveðin tímabil/efnisatriði þar sem um ákveða dýpkun verður að ræða, annars er ætlunin að nemendur fái sem heilstæðasta mynd af þróun sögunar frá fornöld til upphafs nútímans.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu tímaskeiðum tímabilsins, hvað markar upphaf þeirra og endi og hvað einkennir þau
  • helstu hugtökum og atburðum tímabilsins með sérstaka áherslu á Íslandsögu
  • stöðu Íslands gagnvart Norðurlöndum og Vesturlöndum hvað varðar sögulegaþróun
  • mismunandi menningarheimum
  • grunnþáttum varðandi miðlun sögunnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina aðalatriði og setja þau upp á skipulegan hátt
  • nýta sér fjölbreytta miðla í sögunáminu
  • meta orsakir og afleiðingar
  • ræða álitamál við samnemendur sína og leysa verkefni í samvinnu við þá
  • afla sér heimilda og vinna verkefni byggðu á heimildum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjái tegnsl þeirra við nútímann
  • tjá sig um söguleg álitamál
  • vinna heilstætt verkefni, einn sér sem og í samvinnu við aðra
  • auka siðferðisþroska sinn og umburðarlyndi
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.