Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352460201

    Saga austurlands
    SAGA3AU05
    14
    saga
    saga austurlands
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er saga Austurlands tekin til sérstakrar skoðunar. Farið er yfir helstu einkenni sögulegrar þróunar í landshlutanum og síðan valdir nokkrir þættir og um þá fjallað sérstaklega. Lögð er áhersla á að tengja umfjöllunarefnin umhverfi nemenda með námsferðum á sögustaði. Farið er í safnaheimsóknir og rannsóknum á sviði sagnfræði og fornleifafræði sem snerta Austurland gerð sérstök skil. Í áfanganum er gert ráð fyrir heimsóknum gestafyrirlesara, sem fjalla um afmörkuð efni. Áfanganum er ætlað að vera inngangur að sagnfræði og því lögð áhersla á að nemandinn skrifi stóra ritgerð. Lögð er áhersla á öflun gagna með fjölbreyttum hætti meðal annars með viðtölum. Í áfanganum er leitast við að vera í sambandi við samfélagið og það helsta sem er að gerast í þeim efnum sem tengjast viðfangsefni áfangans, meðal annrs möguleika á menningartengdri ferðaþjónustu. Þá má nefna samstarf við söfn á Austurlandi og verkefni sem þar geta boðist. Leitast er við að gera verkefni nemenda sýnileg og má þar nefna að nokkur verkefni nemenda hafa verið gefin út í tímaritum þeim sem fjalla um málefni Austurlands.
    SAGA2ÁN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megin þáttum í sögu Austurlands
    • afmörkuðum viðfangsefnum tengdum sögu fjórðungsins að eign vali
    • mótun austfirsks samfélags
    • heimildum um sögu Austurlands
    • fjölbreyttum aðferðum við miðlun sögunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota söfn og þær heimildir sem þar finnast til að tileinka sér nærsögu sína
    • taka viðtöl til gagnaöflunar
    • tileinka sér sagnfræðilegt efni í íslenskum fræðiritum
    • meta gildi og árieiðanleika heimilda
    • vinna út heimildum og koma þeim á framfæri á viðurkenndan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja sitt af mörkum fjórðungnum til framdráttar
    • hafa öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýni áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun
    • greina hverskonar heimildir eru til staðar og hvernig hægt sé að nýta þær
    • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar sem þátttakanda og skoðanda, og verða hæfur til að fjalla um málefni fjórðungsins
    • vinna heilstætt verkefni samkvæmt reglum um gerð heimildaverkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.