Þetta er seinni kjarnaáfanginn, en hér er haldið áfram þar sem frá var horfið í SAGA1MF05 og sögunni fylgt eftir fram til okkar daga, það tímabil sem hefur verið kennt við nútíma, frá upplýsingaröld til líðandi stundar. Ekki er um að ræða sögu tímabilsins í heild sinni heldur eru ákveðnir þættir valdir úr, svo sem lífskjör, menning, lífsþættir og stjórnmál. Eins og í SAGA1MF05 er hér að mestu um sögu vestrænnar menningar að ræða.
SAGA1MF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nokkrum afmökuðum skeiðum sögunnar með tilliti til ýmissa sviða hennar svo sem: menningar, hugarfars, stjórnmála, einstaklinga, samfélags, tækni og vísinda
sögu Íslands í samhengi við sögu Norðurlanda, Evrópu og heimsins
fjölbreytileika heimilda
miðlun sögunnar á fjölbreyttan hátt og þeim reglum sem gilda um heimildaritgerðarsmíð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina afmarkað sögulegt málefni, greint meginþætti og álitamál, leitað eftir mismunandi sjónarhornum , lýst málinu og gefið álit sitt
meta gildi og áreiðanleika heimilda
vinna sjálfstætt sem og í hópum að gerð fjölbreyttra heimildaverkefna
lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjái tengsl þeirra við nútíma
leita að, greina og meta mismunandi sjónarmið um söguleg efni
rýna í heimildir, vinna úr þeim og leggja á þær gagnrýnið mat
vinna heilstætt verkefni samkvæmt reglum um heimildasmíð
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.