Í þessum áfanga eru valin tímabil og svið til fjölþættrar menningarlegrar könnunar. Þetta er verkefnavinna þar sem nemendur kryfja viðfangsefni í ljósi margra þátta, t.d. myndlistar, bygginga, tækni, bókmennta, heimspeki, hugarfars og félagsgerðar. Ætlunin er að nemendur skapi sér mynd af því sem fengist er við með því að kynna sér frumtexta, skoða samtímamyndefni og hlýða á tónlist ásamt því að tileinka sér fræðilega og skáldlega umfjöllun um efnið. Úrvinnsla og framsetning nemenda miði að því að miðla þekkingu og skilningi ásamt tilfinningu fyrir tíðaranda. Í ferlinu þarf að sundurgreina efnið, skipuleggja vinnuna, tengja efnisþætti og velja sjónarhorn. Gert er ráð fyrir að jafnaðarlega sé staldrað við og skipulega rætt um aðferðir, eðli heimilda, tengsl efnisþátta og möguleika á heildarmynd.
Ætlunin er að áfanginn sé sniðinn að þörfum nemenda á öllum brautum þannig að nemendur geti valið sér efni við hæfi og þannig kannað valda þætti úr sögu sinnar greinar/áhugasviðs frá fornöld til nútímas. Nemendur kynnast þar með fjölbreyttum heimildum, geta unnið einir sér eða í hópum og eiga þess kost á að setja fram verkefni sín á fjölbreyttan hátt. Þannig gæti nemandi með áhuga á læknisfræði notað áfangann til þessað kanna sögu læknisfræðinnar, nemandi með áhuga á byggingalist kannað sögu arkitektúrs og svo fram vegis.
SAGA2ÁN05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum menningarheimum
heimildafræði
fjölbreyttum aðferðum við miðlun sögunnar
ákveðnu sviði að eigin vali og framvinndu þess og birtingamyndum í gegnum söguna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina einkenni menningarheima
tileinka sér sagnfræðilegt efni í íslenskum fræðiritum og létta erlenda fræðitexta
meta gildi og áreiðanleika heimilda
miðla sögunni á sjálfstæðan og fjölbreyttann hátt
nýta sér fjölbreytileika sögunar af áhuga og geti yfirfært lærdóm hennar á aðrar greinar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og meningarheimi
leggja mat á mismunandi tegundir heimilda, s.s. ánnála, frásagnir, fræðirit, fagurbókmenntir, tónlist, byggingar og fleira
gera heilstætt heimildarverkefni samkvæmt kröfum um gerð heimildaverkefna
auka þekkingu sína í eigin valgrein
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.