Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352467575

  20. öldin
  SAGA3TU05
  15
  saga
  tuttugasta öldin
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er farið nánar í sögu 20. aldarinna en gert var í SAGA2ÁN05. Sérstök áhersla er lögð á átök; orsakir og afleiðingar. Fjórir megin þættir eru teknir fyrir, fyrri heimstyrjölin, síðari heimstyrjöldin, Kalda stríðið og átök síðustu ára. Mikil áhersla lögð á verkefnavinnu og sjálfstætt nám nemenda. Áhersla verður lögð á að nemendur nýti sér fjölbreyttar heimildir, þar á meðal; munnlegar heimildir, dagblöð, sjónvarp, veraldarvefinn, skáldskap og kvikmyndir.
  SAGA2ÁN05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu 20. aldarinnar með sérstakri áherslu á átök
  • sögu 20. aldarinnar sem lykli að stöðu heimsmála í dag
  • áhrifum átaka á mannlegt samfélag
  • fjölbreytileika heimilda til gagnaöflunar og takmörkum þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina orsakir og afleiðingar átaka í sögu átaka 20. aldarinnar
  • tileinka sér sagnfræðilegt efni í íslenskum fræðiritum og létta erlenda fræðitexta
  • meta gildi og áreiðanleika heimilda
  • miðla sögunni á sjálfstæðan og fjölbreyttann hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina orsakir og afleiðingar átaka
  • greina hverskonar heimildir henta best mismunandi viðfangsefnum
  • greina gildi og afstæðni sögulegrar frásagnar og skýringa
  • rökræða söguleg deilumál
  • vinna heildstætt heimildaverkefni samkvæmt reglum á sjálfstæðan hátt
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.