Áfanginn er verklegur. Nemendur fá alhliða hreyfireynslu með fjölbreytni að leiðarljósi á eigin forsendum. Nemendur hafa val um að mæta í tíma undir stjórn kennara eða að stunda sína eiginn heilsurækt. Eigin heilsurækt verður að fara fram með skipulegu hætti og undir leiðsögn þjálfara. Einnig er hægt að nota aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju. Nemandi sem veldur eiginn heilsurækt ber ábyrgð á því að kennari viti um mætingar hans.
ÍÞRÓ1MÞ1
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
alhliða líkams- og heilsurækt.
styrkjandi og mótandi æfingum fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans.
geri sér grein fyrir mikilvægi skipulagi þjálfunar.
skipulagningu eigin þjálfunar.
forsendum og áhrifum þjálfunar á eiginn líkama og heilsu.
orkuefnum kolvetni, próteini og fitu
áhrifum lífstílls á heilsu og álagssjúkdóma
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér ýmsar leiðir til að stunda styrktarþjálfun
nýta sér ýmsar leiðir til að stunda þolþjálfun
nýta sér fjölbreyttar leiðir til heilsuræktar
lesa utan á matar umbúðir varðandi innihald orkuefna
skilja hvaða þættir í eiginn lífstíl hafa áhrif á heilsu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem varða þjálfun á eiginn líkama
útbúa sérsniðna styrktar áætlun sem hentar honum sjálfum
útbúa sérsniðna þolþjálfunar áætlun sem hentar honum sjálfum
geta valið og hafnað ákveðnum matartegundum vegna hollustugildis.