Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352989059

    Lífríki íslands
    LÍFF2ÍS05
    12
    líffræði
    lífríki íslands
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er megináhersla á að kynna lífríki Íslands og þá sérstöðu sem það hefur bæði vegna jarðsögu landsins og landfræðilegrar legu þess. Skoðaðir eru helstu hópar lífvera á landi, sjó og ferskvatni; spendýr, fuglar, fiskar, hryggleysingjar og plöntur. Lifnaðarhættir mismunandi hópa lífvera eru kynntir og helstu einkenni þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur þekki algengar lífverutegundir á Íslandi. Einnig eru breytingar á lífríki Íslands í gegnum árin skoðaðar. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og gagnaöflun frá mismunandi miðlum. Einnig er áhersla á að nemendur miðli þekkingu sinni á skapandi hátt.
    NÁTT1LE05 / LÍFF2EL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérstöðu lífríkis Íslands, m.a. vegna eyjaáhrifa og jarðsögu
    • einkennum helstu hópa lífvera sem finnast í lífríki Íslands (á landi, í fjöru, sjó og ferskvatni), s.s. gróðri, hryggleysingjum, fiskum, fuglum og spendýrum
    • búsvæðum, lífsferlum og lífsögu mismunandi lífvera
    • gagnsemi greiningalykla við tegundagreiningar
    • mismunandi rannsóknaraðferðum í líffræði
    • breytingum sem hafa orðið á íslensku lífríki undanfarin ár
    • framandi tegundum og ágengum tegundum
    • hugtakinu líffræðilegur fjölbreytileiki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli mismunandi lífveruhópa og/eða tegunda
    • tjá sig um málefni tengd lífríki Íslands á ábyrgan og rökrænan hátt
    • beita einföldum líffræðilegum rannsóknaraðferðum
    • að lesa líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér frekari þekkingar á lífríki Íslands með aðstoð fjölbreyttra miðla
    • leggja mat á upplýsingar sem tengjast lífríki Íslands á ábyrgan og rökrænan hátt
    • taka þátt í umræðum um málefni tengdum lífríki Íslands á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
    • koma þekkingu sinni á framfæri á skapandi hátt
    • taka þátt í verklegum æfingum þar sem líffræðilegum rannsóknaraðferðum er beitt
    • taka tillit til íslenskrar náttúru í daglegu lífi og stuðla að sjálfbærni hennar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.