Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352823367

  Lífeðlis- og skynjunarsálfræði
  SÁLF3LS05
  13
  sálfræði
  draumar, lífeðlisleg sálfræði, skynjunarsálfræði, svefn
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna. Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir. Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur. Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja. Áherslur áfangans kunna að ráðast nokkuð af áhuga nemenda og kennara.
  SÁLF2SS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skiptingu taugakerfisins, grunneiningum þess og virkni
  • tengslum heila- og hormónastarfsemi við hegðun hugsun og tilfinningar
  • áhrifum lyfja á taugakerfið
  • gerð skynfæranna fimm, einkum augna og eyrna, virkni þeirra og úrvinnslu skynáreita í heila
  • mismunandi vitundarstigum, einkum ólíkum stigum svefns
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla upplýsinga um taugalífeðlissálfræði og setja í fræðilegt samhengi
  • greina helstu aðferðir við rannsóknir á taugakerfinu
  • miðla fræðilegu efni um taugalífeðlissálfræði skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
  • greina skaðsemi ávana- og vímuefna og miðla vitneskju sinni til annarra
  • rekja skynjun frá því að taugafrumur sjónar, heyrnar eða annarra skynfæra eru áreitt og þar til boð berast heila
  • greina mismun ólíkra vitandarstiga svefns og vöku
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna frumkvæði og vinna á sjálfstæðan og skipulagðan hátt með viðfangsefni taugalífeðlissálfræðinnar
  • heimfæra viðfangsefni taugalífeðlissálfræðinnar yfir á sjálfan sig og aðra í kringum sig
  • færa rök fyrir því í hvaða mæli skynjun sé meðfædd eða lærð
  • fylgjast með eigin vitund og auka líkur á betri svefni
  • taka þátt í rökræðum um mál sem tengjast efni áfangans
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.