Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352825808

  Þroskasálfræði
  SÁLF3ÞR05
  14
  sálfræði
  lífstíðarþróun, þroski
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Helstu kenningar, viðfangsefni og rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar eru tekin fyrir og rýnt í alhliða þroska frá frjóvgun fram á fullorðinsár, einkum líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónuleikaþroska og tilfinningaþroska. Byggt er á því sem nemendur hafa áður lært um sögu og sjónarmið sálfræðinnar, rannsóknaraðferðir og nám. Kafað er ofan í mismunandi þætti þrosaksálfræðinnar og helstu álitamál, s.s. erfðir og umhverfi, stigskiptan og samfelldan þroska svo eitthvað sé nefnt. Komið er inn á álitamál eins og barnseignir táninga, fóstureyðingar o.fl. Einnig eru mótunaráhrif fjölskyldu skoðuð auk þess sem tekin eru fyrir frávikshegðun og ýmis vandamál barna og unglinga. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda og kennara hverju sinni. Í áfangaum vinna nemendur a.m.k. eitt rannsóknarverkefni og flytja fyrirlestur.
  SÁLF2SS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þroska mannsins frá frjóvgun fram á fullorðinsár
  • helstu hugtökum, kenningum, viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og álitamálum þroskasálfræðinnar
  • vægi þroskasálfræði innan sálfræðinnar og þeim hugmyndum sem hafa haft mest áhrif á framvindu hennar, s.s. hugmyndum sálkönnunar, atferlisstefnu og Piagets
  • mikilvægi bæði líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barnsins
  • mikilvægi fjölskyldunnar sem mótunarafls fyrir einstaklinginn
  • ýmsum vandamálum sökum uppeldisaðstæðna, sjúkdóma eða fötlunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja viðfangsefni þroskasálfræði við sögu sálfræðinnar og mismunandi sjónarmið hennar
  • leita upplýsinga um efni tengt þroskasálfræði á fjölbreyttan hátt, s.s. með rannsóknum, í bókum, á netinu og í tímaritum, og setja í fræðilegt samhengi
  • skipuleggja og framkvæma einfalda þroskasáfræðirannsókn og gera grein fyrir niðurstöðum í skýrslu
  • miðla þroskasálfræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti og bregðast við uppbyggilegri gagnrýni
  • meta eigin verkefni og annarra á faglegan og gagnrýninn hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á mismunandi hugmyndir um þroska og mótun mannsins
  • miðla skoðunum sínum um þroska og mótun mannsins í samræðu og rökræðum
  • nota hugmyndir þroskasálfræðinnar í samskiptum sínum við börn og í uppeldi þeirra
  • vinna úr sálfræðilegum gögnum og leggja mat á þau
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.