Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352826444

    Sjónarmið og saga
    UPPE2SS05
    4
    uppeldisfræði
    almenn uppeldisfræði, saga, sjónarmið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar og að nemendur öðlist hæfni í að takast á við störf er tengjast uppeldi og menntun. Hugtakið uppeldi er tekið til skoðunar og umræðu. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi kenninga um uppeldi og menntun. Fjallað er um þróun uppeldis og menntunar og hugmyndafræði nokkurra þekktra uppeldisfrömuða. Fjallað verður um uppeldi í íslensku nútímasamfélagi, t.d. í tenglum við dagvistun, kynjamismun og breytingar í fjölskyldum. Einnig verður fjallað um þau uppeldisáhrif sem list, bækur, fjölmiðlar, leikir, leikföng, íþróttir, o.fl. hafa á börn.
    FÉLV1ÞF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mótunaraðilum uppeldis og menntunar í samfélaginu
    • sérstöðu þeirra aðila og stofnana sem eru mótandi fyrir uppeldi og hvað þeir eiga sameiginlegt
    • kenningum sem hafa áhrif á uppeldi og menntun
    • margvíslegum könnunum á uppeldi og menntun
    • mikilvægi þeirra sem starfa með börnum og unglingum
    • aðalatriðum í sögu uppeldis og menntunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita einföldum kenningum í uppeldis- og menntunarfræði
    • túlka kannanir tengdar uppeldi og menntun
    • greina á milli tilfinningalegs mats og faglegs mats á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á uppeldi og menntun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja sjálfur gagnrýnið mat á hvað er vænlegt til árangurs í uppeldi barna
    • geta hagnýtt sér kenningar í raunhæfum verkefnum
    • meta siðferðileg álitamál í tengslum við uppeldi og menntun
    • afla sér heimilda eftir fjölbreyttum leiðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.