Í þessum áfanga er áhersla lögð á tengsl á milli kenninga innan uppeldis- og menntunarfræða og rannsóknaraðferða. Nemendur kynna sér megindlegar og eigindlegar rannsóknir innan uppeldis – og menntunarfræða í þeim tilgangi að þeir geti metið, tekið afstöðu til og fjallað á gagnrýnin hátt um niðurstöður rannsókna á uppeldi og menntun. Auk þess að geta greint á milli þessara ólíku rannsóknarhefða þá er í áfanganum fjallað sérstaklega um sögu og þróun eigindlegrar rannsóknarhefðar og stöðu eigindlegra rannsókna innan félagsvísinda í dag. Farið verður yfir helstu einkenni þessara rannsókna og við hvaða aðstæður eigindlegar aðferðir henta best. Ítarlega verður fjallað um helstu rannsóknaraðferðir og lögð áhersla á að nemendur öðlist reynslu í að beita þessum aðferðum. Þá er fjallað um greiningu eigindlegra rannsóknarganga og skrif á rannsóknarniðurstöðum.
UPPE2SU05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sjónarhornum kenninga í uppeldis- og menntunarfræði
sértækum hugtökum uppeldis- og menntunarfræði
megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
hvað hefur áhrif á val á rannsóknaraðferð
helstu aðferðum innan eigindlegrar rannsóknarhefðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
nýta fræðilegan texta á íslensku og ensku
beita eigindlegum rannsóknaraðferðum á margvísleg viðfangsefni
beita fræðihugtökum á margvísleg viðfangsefni
miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjá uppeldis- og menntunarfræðileg hugðarefni út frá ólíkum kenningarlegum sjónarhornum
vinna úr eigindlegum rannsóknargögnum og leggja mat á rannsóknir í uppeldis- og menntavísindum
leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við margvíslegar aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýnin hátt. geta sett fram þekkingu sína í ræðu og riti
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.