Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352827530

    Skólastarf og uppeldi
    UPPE2SU05
    5
    uppeldisfræði
    skólastarf, uppeldi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kynnt verða helstu markmið leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og starfsemi mismunandi stofnana sem sinna börnum og ungmennum. Skólakerfið getur stundum reynst flókið og því er þekking á skólakerfinu og hvernig það kemur til móts við ólíkar þarfir nemenda forsenda þess að skólastarf verði farsælt. Nemendur kynna sér helstu kenningar um þroska og hegðun sem stuðst er við í skólastarfi og þekki helstu áhættuþætti er geta haft áhrif á nám og líðan. Jafnframt verður fjallað um verndandi þætti og seiglu sem geta skipt miklu máli fyrir börn og ungmenni sem standa frammi fyrir erfiðleikum. Auk þess verður fjallað um mismunandi aðferðir við lestrarkennslu við upphaf skólagöngu en lestrarkennsla nemenda er einstaklingsbundin þar sem lestrargeta þeirra er mismunandi við upphaf skólagöngu. Þá verður áhersla lögð á samspil kennara og nemenda í kennslustofunni með tilliti til kynhlutverka og hegðunar. Fjallað er um málefni bráðgerra barna og stuðningskennslu barna með sérþarfir. Fjallað er um helstu kvíðavalda er geta birst í lífi barna, mikilvægi sjálfsmyndar í þroska og mikilvægi forvarna sem varða einelti og áfengis- og fíkniefnanotkun. Auk þess verður fjallað um uppeldi í tengslum við íþróttir og starf í félagsmiðstöðvum.
    FÉLV1ÞF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslenska grunn- og framhaldsskólakerfinu
    • helstu rannsóknarniðurstöðum á sviði kennslu og skólastarfs
    • einstaklingsmun nemenda innan skólans
    • aðferðum sem hægt er að nota til farsælla samskipta í skólastofunni
    • aðferðum sem koma að notum í tengslum við forvarnir í skólum
    • hvernig kenningar nýtast í uppeldisstarfi innan stofnana
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga er tengjast rannsóknum á kennslu og skólastarfi og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og ensku
    • afla uppeldisfræðilegra upplýsinga og nýta þær í hagnýtum verkefnum
    • beita kenningum á ýmis viðfangsefni
    • miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á rannsóknir á kennslu og uppeldistarfi
    • leggja mat á hvaða samskiptaaðferðir henta best við margvíslegar aðstæður og ólíka nemendur
    • beita grundvallaraðferðum í eineltismálum
    • taka þátt í málefnalegum umræðum um uppeldisleg málefni og færa skýr rök fyrir afstöðu sinni
    • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt og setja fram þekkingu sína í ræðu og riti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.