Í áfanganum er áfram unnið með undirstöðuþætti efnafræðinnar. Til viðbótar er fjallað um gaslögmálið og tengingu þess við mól- og massaútreikninga í efnahvörfum auk þess sem farið verður í orkubreytingar við efnahvörf, hraða efnahvarfa og jafnvægishugtakið kynnt. Áhersla er lögð á aukið sjálfstæði í verklegum æfingum og vinnubrögðum almennt.
EFNA2LM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gaslögmálinu og hagnýtingu þess í efnafræði og skyldum greinum
orkuhugtakinu og orkubreytingum við efnahvörf
helstu efnagreiningaraðferðum
helstu drifkröftum efnahvarfa
jafnvægishugtakinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita mól-, rúmmáls-, massa- og hlutfallareikningi í tengslum við efnahvörf
greina óþekkt efnismagn t.d. með títrun eða söfnun gass
beita einfaldri efnagreiningu
reikna út hvarfhraða og orkubreytingar við efnahvörf
setja upp og framkvæma verklegar æfingar og vinna markvisst úr niðurstöðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja rökstutt mat á gang efnahvarfa og áhrif utanaðkomandi þátta t.d. á hvarfhraða og jafnvægisstöðu
vinna sjálfstætt að úrlausn efnafræðilegra viðfangsefna, bæði verklega og skriflega
koma niðurstöðum rannsókna á framfæri með skilmerkilegum hætti bæði í ræðu og riti
notfæra sér efnafræðina í öðrum raungreinum og hinu daglega lífi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.