Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352893727

  Lotukerfið og mólhugtakið
  EFNA2LM05
  11
  efnafræði
  grunnhugtök, lotukerfið, mólhugtakið
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið í undirstöðuatriði efnafræðinnar og nemendur látnir vinna með grunnhugtök greinarinnar. Þeir þjálfast í meðferð hjálpargagna, s.s. lotukerfis, jónatöflu, töflu yfir auðleyst og torleyst sölt, rafdrægnigildi frumefna o.þ.h. Nemendur kynnast verklegum æfingum í efnafræði og þjálfast í þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
  • rafeindaskipan og mikilvægi hennar
  • flokkun efna, efnatáknum og helstu efnabreytingum
  • efnatengjum og áhrifum þeirra á eiginleika efna
  • helstu gerðum efnahvarfa
  • mólhugtakinu
  • nafnakerfi ólífrænna efna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota hjálpargögn í efnafræði, s.s. lotukerfi, jónatöflu, rafdrægnigildi, virkniröð málma
  • rita og stilla efnajöfnur
  • beita mólútreikningum og hlutfallareikningi í efnahvörfum
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi
  • leggja rökstutt mat á eiginleika efna, s.s. ástandsform, hvarfhegðun o.fl. með aðstoð hjálpargagna
  • sjá notagildi efnafræðinnar og mikilvægi í raungreinum
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.