Í þessum áfanga kynnast nemendur mótun innri og ytri afla á landið. Fjallað verður fræðilega um þau ferli sem móta jörðina og fræðin tengd við þau ummerki sem nemendur sjá í umhverfinu. Þeir læra að þekkja ummerkin og vinna verkefni tengd þeim. Einnig kynnast nemendur ýmsum aðferðum jarðkönnunar og mælitækjum tengdum þeim. Þá er fjallað um hagnýtingu jarðefna, jarðvarma og vatnsafls. Helstu efnisþættir áfangans eru:
• innræn og útræn öfl
• innri gerð jarðar og landrek
• myndun og þróun Íslands og samhengi við umhverfið
• eldvirkni og jarðskjálftar, tengdar jarðmyndanir
• veðrun og rof og tengdar jarðmyndanir
• steindir og bergtegundir, eiginleikar, myndun og flokkun
• kort og kortagerð
• jarðefni
• jarðvarmi og vatnsorka
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
innri gerð jarðar og þeim leiðum sem notaðar eru við könnun hennar
mismunandi eldvirkni og þeim þáttum sem hafa áhrif á hana
landreki, drifkrafti þess og afleiðingum, s.s. eldvirkni og jarðskjálftum
myndun steinda og bergs og ásýnd og eiginleikum helstu steinda og bergtegunda
helstu roföflum, ferlum þeirra og ummerkjum
myndun og þróun Íslands
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum og kenningum á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
beita staðsetningarkerfi jarðarinnar á kortum og/eða með GPS-tækni
greina ummerki jarðfræðilegra ferla og skilgreina út frá mótunarferli þeirra
lesa af jarðfræðikortum, greina uppbyggingu jarðlagastafla og túlka jarðlög út frá þeim
staðsetja jarðfræðifyrirbæri á landinu og útskýra samhengi þeirra við jarðfræðiöflin
greina bergtegundir og steindir og útskýra myndunarferli þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu
lesa í umhverfi sitt, draga ályktanir, flokka, aðgreina og tengja fyrirbæri við jarðfræðilegt samhengi
átta sig á uppbyggingu jarðlagastafla og rekja myndunarsögu út frá afstöðu jarðlaga
fjalla um málefni jarðfræðinnar á rökrænan og upplýstan hátt
gera sér grein fyrir notagildi og mikilvægi jarðfræðinnar í daglegu lífi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.