Viðfangsefni þessa áfanga er stjörnuhimininn og þau fyrirbæri sem þar finnast. Fjallað er ítarlega um eiginleika rafsegulbylgja og aðferðir stjörnufræðinga við rannsóknir með þeim, mismunandi gerðir sjónauka, reikistjörnur og önnur fyrirbrigði sólkerfisins, eðli sólarinnar, líf sólstjarna frá fæðingu til dauða, vetrarbrauta, fjarfyrirbrigða, heimsmynd nútímans og leit að lífi á öðrum hnöttum. Fjallað er um geimrannsóknir og geimferðir. Nemendur læra að lesa á stjörnukort og nýta sér upplýsingatækni við stjörnuathuganir og stjörnuskoðun. Einnig er fjallað um sögu stjörnufræðinnar.
STÆR2AF05 / HSTÆ2FT05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu einkennum og eiginleikum reikistjarna sólkerfisins
ýmsum stjarnfræðilegum einingum og samböndum
eðli og víxlverkun rafsegulgeisla og efnis
mismunandi gerðum sjónauka
dæmigerðu lífshlaupi misstórra sólstjarna
eðli og gerð mismunandi vetrarbrauta
heimsmynd nútímans
geimferðum og geimrannsóknum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna sólarhæð og sólargang út frá stöðu sólar á sólbaug og breiddargráðu athuganda
reikna út eiginleika stjarna, s.s. birtu, fjarlægðir, yfirborðshitastig, ljósafl út frá gefnum forsendum
reikna út helstu eiginleika sjónauka út frá gefnum forsendum
beita lögmálum Keplers og Newtons á sól, reikistjörnurnar og tungl þeirra