Meginefni áfangans er rúmfræði, bókstafareikningur, jöfnur, beinar línur og prósentur.
Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru:
Rúmfræði: Kynning á frumhugtökum rúmfræðinnar, hornasumma þríhyrnings, hlutföll í þríhyrningum og regla Pýþagórasar. Flatarmál og rúmmál. Horn við hring. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum. Mælieiningar. Valin atriði þar sem þjálfuð er sönnun reglu.
Talnareikningur: Meðferð heilla talna og brota. Hlutföll, prósentur og vextir.
Bókstafareikningur: Liðun, þáttun, margliður, uppsettar og óuppsettar jöfnur af fyrsta stigi. Hnitakerfið, jafna og graf beinnar línu og jöfnuhneppi.
engar.
Nemandi skal hafa lokið námsefni grunnskóla og hafa haldgóða undirstöðuþekkingu í stærðfræði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rúmfræði, talnareikningi og bókstafareikningi s.s. að framan greinir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með undirstöðuþætti talna- og bókstafareiknings, s.s. röð aðgerða, liðun og þáttun
leysa fyrsta stigs jöfnur með einni og tveimur óþekktum stærðum og að einangra eina stærð úr jöfnu með mörgum óþekktum stærðum
teikna graf beinnar línu í hnitakerfi, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfisins og skurðpunkta tveggja lína
finna jöfnur lína sem eru samsíða gefinni línu eða hornréttar á hana
vinna með hlutföll og kvarða
leysa öll algeng dæmi um prósentureikning, þ.m.t. útreikninga á virðisaukaskatti, samsettar prósentur, reikning vaxta og vaxtavaxta
leysa rúmfræðileg vandamál, s.s. að finna horn og hliðar í þríhyrningum, reikna flatarmál og rúmmál, reikna stærðir í einslaga þríhyrningum, finna ferilhorn og miðhorn og að vinna með mælieiningar
sanna mjög einfaldar rúmfræðireglur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ræða um stærðfræðileg viðfangsefni við aðra og setja úrlausnir sínar fram skriflega á skiljanlegan og snyrtilegan hátt
þýða margs konar verkefni á stærðfræðimál og setja þau upp sem jöfnu eða annað stærðfræðilegt viðfangsefni. Meta hvort svör eru raunhæf
vinna til baka út frá þekktum stærðum og reglum, t.d. að reikna radíus kúlu ef rúmmál hennar er gefið
skilja merkingu helstu stærðfræðitákna og hugtaka í námsefninu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.