Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352999203

    Algebra, föll og mengi
    STÆR2AF05
    19
    stærðfræði
    algebra, föll, gröf
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginefni áfangans er algebra, föll og mengi. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Bókstafareikningur: Veldi og rætur. Jöfnur af öðru stigi. Könnun annars stigs ferla (fleygboga) í hnitakerfi. Meðferð algebrubrota. Margliðudeiling. Ójöfnur af fyrsta og öðru stigi. Kynning á vísisföllum og logrum. Föll: Fallhugtakið innleitt og nokkur algeng föll kynnt, t.d. tölugildisfallið. Mengi: Grunnhugtök mengjafræði, s.s. stök, hlutmengi, sammengi og Vennmyndir.
    STÆR1AR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algebru, föllum og mengjum, s.s. að framan greinir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota veldi og rætur, helstu veldareglur og vinna með brotna veldisvísa
    • finna núllstöðvar, samhverfuás og útgildi fleygboga, teikna þá í hnitakefi og finna skurðpunkta þeirra við beinar línur
    • leysa annars stigs jöfnur með ferningsrótaraðferð, þáttun og með lausnarformúlu, leysa rótarjöfnur og að nota breytuskipti til að leysa dulbúnar annars stigsjöfnur
    • leysa ójöfnur af fyrsta og öðru stigi, m.a. með hjálp formerkjatöflu
    • nota logra til að leysa einfaldar vísisjöfnur
    • deila með margliðudeilingu og að nota hana til að þátta flóknar margliður
    • lengja, stytta, deila, margfalda og leggja saman algebrubrot
    • vinna með fallhugtakið, s.s. að ákvarða hvort vörpun er fall, finna formengi og varpmengi og teikna gröf falla
    • nota einfaldan mengjareikning og Vennmyndir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og geta rætt þær og útskýrt fyrir öðrum
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • beita gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni út frá þekkingu á lausnum svipaðra verkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.