Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353002333

  Þrívíð rúmfræði
  STÆR3ÞR05
  26
  stærðfræði
  þrívíð rúmfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis, og keilusnið. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Flatarmyndafræði: Unnið fyrst og fremst með línur og þríhyrninga í fletinum. Vigurjafna og stikaform línu. Þungamiðja þríhyrnings. Þrívíð rúmfræði: Frumsendukerfi Evklíðs, helstu frumsendur rúmfræðinnar. Margflötungar, vigrar í þrívídd og hnit þeirra, jöfnur og stikaform sléttu, línu og ferla, lausnir á jöfnum, útreikningar á hornum og fjarlægðum, rúmmálsreikingar og vigurfeldi. Keilusnið: Jöfnur og gröf fleygboga, hringja, sporbauga og breiðboga. Fylki, ákveður og jöfnuhneppi: Kynning á fylkjum og ákveðum. Aðferð Gauss-Jordan við lausn þrívíðra jöfnuhneppa. Notkun reiknivéla við fylkjareikning og lausn jöfnuhneppa.
  STÆR3DE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tvívíðri og þrívíðri rúmfræði, þrívíðum vigurreikingi og keilusniðum, s.s. að framan greinir og hafa fengið nasasjón af fylkjum, ákveðum og jöfnuhneppum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með línur og fleiri form í fletinum og síðan í þrívíðu rúmi og nota jöfnu- og stikaform
  • skilja frumsendukerfi Evklíðs og vinna með frumsendur rúmfræðinnar, sanna helstu reglur
  • nota þrívíðan vigurreikning og reikna t.d. fjarlægðir eða horn milli punkta, lína eða slétta í rúminu
  • nota vigurfeldi við flatar- og rúmmálsreikninga í þrívíðu rúmi
  • vinna með keilusnið
  • leysa þrívíð jöfnuhneppi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta valið þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
  • fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
  • leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
  • vinna sjálfstætt eða með jafningjum að lausn margvíslegra flókinna, stærðfræðilegra viðfangsefna
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.