Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353073875

  Þjóðfræði
  SAGA2ÞJ05
  9
  saga
  alþýðumenning, hversdagslíf, þjóðfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað er í grundvallaratriðum um þrískiptingu þjóðfræðinnar í þjóðháttafræði, þjóðlífsfræði og þjóðsagnafræði. Nemendur læra um daglegt líf í íslenska bændasamfélaginu, ýmsa þætti í verkmenningu þess samfélags meðal karla, kvenna og barna til sjávar og sveita. Farið er í menningarlíf bændasamfélagsins og fjallað m.a. um helstu siði, venjur, trú og hjátrú. Nemendur læra um helstu flokka þjóðsagna og uppruna íslenskra ævintýra, hlutverk þjóðsagna fyrir samfélagið og fái innsýn í helstu atriði við greiningu þjóðsagna. Áhersla er lögð á þjóðsögur úr nærumhverfinu þar sem reynt er að draga fram sérkenni austfirskra sagna. Hugtakið þjóðsagnahefð er tekið til umfjöllunar og tengsl þjóðsagna við samfélagið skoðuð. Lesnar eru nokkrar nútíma flökkusögur og rætt um hlutverk þeirra. Meginmarkmið áfangans er að nemendur geri sér grein fyrir alþýðumenningu íslenska bændasamfélagsins og geti lagt gagnrýnið mat á þýðingu hennar fyrir nútímann.
  FÉLV1ÞF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu atriðum verkmenningar meðal karla og kvenna í íslenska bændasamfélaginu til sjávar og sveita
  • helstu siðum og venjum íslensks alþýðufólks, uppruna þeirra og tilgangi
  • helstu hugtökum þjóðfræðinnar, s.s. hjátrú, þjóðsögur, þjóðsagnahefð, flökkusagnir o.fl.
  • helstu flokkum íslenskra þjóðsagna
  • helstu einkennum nútíma flökkusagna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu einkenni íslenskrar alþýðumenningar
  • tileinka sér þjóðfræðilegt efni í fræðitextum
  • nýta sér fjölbreytta miðla til þekkingaröflunar
  • leggja sjálfstætt mat á gildi og áreiðanleika þjóðfræðilegra heimilda
  • ræða þjóðfræðileg málefni við samnemendur og aðra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta þjóðfræðileg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma
  • leggja mat á mismunandi tegundir heimilda
  • öðlast betri innsýn í íslenska alþýðumenningu fyrri tíðar
  • meta hlutverk þjóðsagna fyrir íslenskt bændasamfélag
  • afla upplýsinga um sögustaði í sínu umhverfi og rætt um þá
  • mynda sér sjálfstæða skoðun á þýðingu horfinnar alþýðumenningar fyrir samtímann
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.