lífið, persónan, stig a1 í evrópska tungumálarammanum
Samþykkt af skóla
1
5
Í þessum byrjunaráfanga í spænsku er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á grunnatriðum tungumálsins. Nemendur fá innsýn í útbreiðslu spænsku í heiminum og sögu tungumálsins, og læra mun á menningu og orðaforða spænskumælandi landa. Notuð verður tónlist, myndefni og efni af internetinu.
Frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum: ritun og lesskilningi, hlustun og tali. Nemendur fá þjálfun í framburði, læra helstu framburðarreglur og þá bókstafi sem eru sérstakir fyrir spænska tungu. Kennd eru grunnatriði í málfræði, málnotkun, og orðaröð í spænsku. Byggður upp grunnorðaforði.
Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, að nemendur tileinki sér árangursríka námstækni og læri að meta námsframvindu sína.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða er fellur undir leikni- og hæfnimarkmið áfangans
grundvallaratriðum spænska málkerfisins, s.s. orðaröð í setningum, blæbrigðum, framburði og áherslum (áherslukommur)
spænskumælandi löndum og þeim menningarstraumum og siðum er hafa áhrif á málfar þeirra þjóða er hafa spænsku sem móðurmál
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja þegar talað er skýrt og greinilega um efni sem nemandi hefur lært að tjá sig um
skilja einföld fyrirmæli, kveðjur og ávörp
lesa og/eða skrifa einfaldan texta sem inniheldur algengan orðaforða er tengist nemandanum, umhverfi hans, fjölskyldu, uppruna, tómstundum, skólagöngu og líðan, ferðalögum, ferðamáta, veðri, fatnaði, mat og drykk
nota lýsingarorð um liti, persónuleika, þyngdarstig, o.fl.
tjá sig um skoðanir, hvað þeim líkar, langar í og vilja
nota málfræðiatriði á réttan hátt, s.s. sagnir í nútíð, nálægri framtíð og núliðinni tíð, persónufornöfn, ábendingafornöfn, andlagsfornöfn í þolfalli, sagnirnar ser, estar og hay skv. reglum og lýsingarorð (andheiti)
segja frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og ýmsu úr daglegu lífi og talað um efni sem er honum kunnuglegt
geta borið spænsku fram samkvæmt reglum um framburð, áherslur og málvenjur
taka þátt í samræðum og greina á milli persónulegs samtals og kurteisisforms
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina einfaldar upplýsingar í þegar talað er hægt og skýrt
velja rétt samskiptaform miðað við aðstæður hverju sinni
vinna úr textum á mismunandi hátt eftir því hver tilgangurinn er með lestri hverju sinni
átta sig á innihaldi stuttra blaðagreina og texta
skipuleggja nám sitt og námsaðferðir
meta vinnulag og framfarir í áfanganum
vera meðvitaðri um hvaða leiðir nýtist best til að tileinka sér spænska tungu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.