Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1353431437

  Daglegar athafnir
  SPÆN1DA05
  15
  spænska
  daglegar athafnir
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum verður byggt ofan á þann grunn sem lagður var í SPÆN1PL05. Orðaforði mun aukast til muna og bætist við málfræðiatriði er auka munu hæfni nemenda í að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Nemendur læri að tjá sig um skoðanir sínar á spænsku, mæli sér mót og ákvarði stund og stað. Þeir geti gefið upplýsingar, verslað, talað um störf, nám og framtíðarplön. Nemendur fá fræðslu um forna menningu sem og nútímalíf spænskumælandi landa, ásamt því að öðlast meiri þekkingu og innsýn í ólíka matarmenningu og lífsstíl þeirra er hafa spænsku sem móðurmál. Einnig geri nemendur sér betur grein fyrir landfræðilegum og menningarlegum mun milli héraða Spánar og landa Latnesku Ameríku. Notast verður við kvikmyndir, tónlist og internetið til að veita nemendum myndræna og hljóðræna sýn á sérkenni spænskumælandi þjóða.
  SPÆN1PL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem er nánar tiltekinn í leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
  • fleiri atriðum er varða framburð, hljómfall, stafsetningarreglur og orðaröð nánar tiltekið í leikni- og hæfnisviðmiðum áfangans
  • mismunandi siðum, (forn)menningu, aðstæðum og samskiptavenjum hinna ýmsu spænskumælandi landa
  • flóknari tjáningu og samskiptum í mæltu og rituðu máli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig um heilsufar og rætt tímapantanir / stefnumót
  • spyrja og segja sína skoðun á því helsta er varðar daglegar athafnir, og tímasetningar
  • tjá sig í ræðu og riti (dagbók) um allt það helsta sem gert er daglega; hvað er gert, hvenær, hvernig, ferðamáti, fög, skólinn, vinnan, matur, föt, litir, munstur, matmálstímar, fæða, fjölskyldan, tómstundir, áhugamál, íþróttir o.fl.
  • skilja innihald stuttra frásagna í ljóðum, bókum og blaðagreinum
  • skilja stutta umfjöllun, textabrot og ljóð þekktra rithöfunda, listmálara og ljóðskálda
  • skilja og geta talað um samskiptamáta (farsíma, tölvur, netið o.s.frv.), dans og tónlist, húsnæði og störf
  • skrifa bréf og frásagnir þar sem greint er frá atburðum og lýst tilfinningum
  • nýta sér málfræðileg atriði s.s. atburðaþátíð, núliðna tíð, persónufornöfn í óbeinu andlagi, lýsingarorð og stigbreytingu, o.fl. til að auka færni í rituðu og mæltu máli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta ráðið við kringumstæður sem tengjast efni áfangans
  • geti skipst á skoðunum varðandi algeng málefni
  • geti í ræðu og riti höndlað helstu atriði er snerta daglegt líf og skoðanir
  • bjarga sér á spænsku við algengar kringumstæður s.s. í verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum, biðja um álit, skipta um skoðun og fá uppgefið verð
  • bera kennsl á ákveðnar þekktar persónur frá spænskumælandi löndum
  • leysa viðfangsefni einir eða í samstarfi og með réttum hjálparmiðlum
  • þróa með sér aga og metnað til að auka þekkingu og getu í spænsku
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.